Helvetic Dental Clinics Abroad 12 Revay ut. Budapest

FAQ Algengar spurningar varðandi tannlækningar erlendis

Ertu að velta fyrir þér tannlækningum erlendis?  Hér eru upplýsingar um málið.

Hvernig skipulegg ég ferð til Helvetic Clinics?

Við hjálpum þér að skipuleggja allt sem þarf í því sambandi sjá hér.

Get ég fengið tilboð áður en ég fer utan?

Ef þú sendir okkur góðar röntgenmyndir getum við reynt að meta verkefnið og áætlað kostnað.

Get ég fengið fyrstu ráðgjöf á Íslandi?

Helvetic Clinics QualityVið gerum okkar besta til að veita þér eins góðar upplýsingar og við getum um einingaverð og klíníkina sjálfa áður en þú ákveður þig.

Hins vegar leggjum við til að þú komir til Búdapest til að tryggja að okkar mat sé rétt. Þá getur þú talað við sérfræðinga og fengið nákvæma greiningu, ráðgjöf og áætlun um meðferð.

Við skoðum þig og gerum þér tilboð án endurgjalds til að koma þér af stað í ferlinu.

Sumar tannlæknastofur í Ungverjalandi nota stofur í öðrum löndum til að veita ráðgjöf í  söluskini.  Við ráðleggjum eindregið gegn því að velja klíník sem lætur þriðja aðila gera meðferðaráætlun.  Hvaða tannlæknir sem er myndi ráðleggja gegn því, telja þaðekki ráðlegt né siðlegt.

Auk þessa þá má reikna með að verð muni breytast jafnvel um 10% frá fyrsta tilboði.  Það er mikilvægt að velja þá klíník sem besta orðið fer af og heimsækja hana. Við bjóðum með ánægju fría ráðgjöf og gerum þér svo tilboð.

Hvar get ég verið?

Helvetic Clinics phone numberTannlæknastofan okkar starfar með fjölda hótela. Þú finnur þau á vefsíðunni okkar og getur svo borið saman verð.

Við getum líka bókað fyrir þig ef þú óskar þess. Vinsamlegast hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um gistingu!

Hversu marga daga þarf ég að gera ráð fyrir að vera í fyrstu heimsokn?

Þú hefur tvo kosti:

Í fyrstu heimsókn setjum við upp meðferðaráætlun. Það tekur venjulega um einn dag. Þegar við höfum fengið komu þína staðfesta, sækjum við þig á flugvöllinn án endurgjalds. Það fer eftir degi og á hvaða tíma þú kemur hvort við förum með þig á hótelið eða eða beint á tannlæknastofuna.

Fyrsta nóttin á hótelinu er frí (jafnvel þó að þú endir ekki í tannlækningum hjá okkur). Á stofunni tökum við röntgenmyndir til þess að geta gert þér tilboð. Þegar þessu er lokið verður þú með í höndum ítarlega meðferðaráætlun og tilboð.

Á þessu stigi kemur tvennt til greina:

  • Þú ferð heim, við fylgjum þér aftur út á flugvöll. Ef þú gerir þetta er eini kostnaðurinn flugið. Þú gætir alltaf komið aftur seinna til að hefja meðferð.
  • Þú lætur hefja tannviðgerð strax. Það gera yfir 90% skjólstæðinga okkar. Þeir fara í ráðgjöf og byrja meðferðina strax. Venjulega þarf þá að reikna með 4 eða 5 dögum á staðnum.

Hvað get ég reiknað með miklum sparnaði?

Þú getur sparað á milli 50% og 70% af tannlæknakostnaði. Við veitum skjólstæðingum okkar hágæða tannlækningar á eins sanngjörnu verði og hægt er.

Hvað með greiðslur?

Tannlæknaþjónustan er sjaldan veitt öll í einni ferð. Tökum sem dæmi meðferðaráætlun sem veitt er í tveimur ferðum: Til dæmis, 7 daga, 2 mánuði heima, og síðan 5 daga ferð. Þú færð tvo reikninga, einn í hvorri ferð. Þú greiðir 50% af fyrsta reikningi þegar þú byrjar í fasa 1, og síðan restina þegar fasa 1 lýkur.

Í annari ferð þinni gengur það eins fyrir sig, þú greiðir 50% af reikningi þegar við byrjum og síðan restina í lok heimsóknarinnar.

Við tökum flest þekkt kort, nema Diners. Þú getur líka greitt með reiðufé í Pundum, Dollurum, Evrum, Svissneskum Frönkum og Ungverskum Fórintum.

HEI býður milligöngu um kortalán.  Það má afgreiða í síma milli Búdapest og Íslands, ef þegar upphæð liggur fyrir.  HEI greiðir þá inn á reikninginn hjá Helvetic fyrir þig og Valitor gjaldfærir kortið þitt samkvæmt láninu.

Öll okkar verðu eru í Evrum.  Á vefsíðunni okkar eru verðin sýnd bæði í Evrum og ÍSK, þú getur skoðað þau hér.

Hvernig virkar ábyrgðin? 

Í lok meðferðar látum við þig hafa skjal sem staðfestir ábyrgð á því sem unnið var fyrir þig. Ef svo ólíklega vill til að þú þurfir að kom aftur til þess að fá viðgerð okkar lagaða, greiðum við fyrir ferðalag þitt (allt að 180 evrur) og fyrir gistingu.

Máltíðir eru á þinn kostnað. Við berum kostnað vegna úrbóta, tannlæknis- og rannsóknarstofuvinnu.

Þú getur lesið meira um ábyrðir hér.

Hvað getur maður gert í borginni?

Búdapest er falleg borg. Bæklingar með upplýsingum um skoðunarferðir eru á hótelinu.

Eru implönt / tannplönt sársaukafull?

Kvíði kemur í veg fyrir að milljónir manna leiti fyrirbyggjandi tannverndar. Sem betur fer eru tannlæknar okkar sérstaklega þjálfaðir í meðhöndlun skjólstæðinga sem óttast tannviðgerðir.

Við ábyrgjumst að þú verðir ekki fyrir sársauka. Fyrir sjúklinga sem eru með fobíu fyrir tannlæknum, býður Helvetic tannlæknastofan slakandi meðvitundarskerta meðferð.

Ef all-margar tennur vantar, þarf að setja implant fyrir hverja tönn?

Hver skjólstæðingur er sérstakur og því eru lausnir sérsniðnar að þörfum hvers og eins.

Þegar margar tennur vantar forðumst við að setja implant fyrir hverja tönn en mælum með brúm.Helvetic Clinics phone number

Mér hugnast ekki gervitennur. Er til valkostur þar sem implönt eru notuð?

Já. Nú á tímum eru tvær leiðir til að fá enduruppbyggingu tanna.
1. Gervitennur á stök implönt eða heilbrýr (brýr sem ná alla leið) á implönt. Báðar lausninar hafa sína kosti og galla.

2. Yfir-gervitennur sem festar eru á implönt. Yfir-gervitennur voru þróaðar til þess að hjápa skjólstæðingum til að endurheimta lífsgæði sem þeir hafa saknað síðan þeir misstu tennurnar.

Við notum implönt sem við festum á “karl” millistykki (karl staðsetningarbúnað). Við framleiðum svo gervitennur sem við festum á með “kven” hluta staðsetningarbúnaðarins. Gervitennurnar smellast svo á staðinn til að ná hámarks stöðugleika.

Aðal kostur þessarar lausnar er verðið, sem er í sumum tilvikum mikilvægara en kostir implant brúa. Ókostur yfir-gervitanna er ef til sá að sumum finnst þær ekki líta eins vel út og brýr.

Ef um er að ræða heila brú eða implönt geturðu þú valið um postulíns krónur límdar á málm eða heila Zirconia brú. Þetta tryggir besta árangur útlitslega séð og tryggir hámarks þægindi því brú situr föst eins og tennur.

Brýr líta nánast ein út og raunverulegar tennur, betur en hægt er að ná með með gervitönnum.  Gervitennur þarf líka að taka út til að hreinsa.

Þú burstar bara tennurnar eins og þú gerir venjulega. Þessi valkostur er dýrari en sá fyrri vegna þess að það þarf 6 til 8 implönt, og vegna þess að brúin er dýrari en gervitennur.

Ef þú hefur fleiri spurningar varðandi tannviðgerðir erlendis, ekki hika við að hafa samband við okkur:

Hringdu