Ábyrgð Helvetic Clinics

Okkar ábyrgð til þín: þjónusta ofar og framar öðrum tannlækningastofum í Evrópu

Það er einfalt: engin önnur klíník getur jafnað okkar ábyrgðar stefnu. Við ábyrgjumst. ekki aðeins vinnuna sem tannlæknar okkar framkvæma, heldur endurgreiðum einnig flug- og ferðakostnað þinn (allt að 180 € um 25.000 ISK) og hótel gistingu á hóteli sem við erum í samstarfi við.

Hvað gerir okkur kleift að bjóða slíka ábyrgð?

Lengd ábyrgðarinnar

Hvert sem þú ferð, hvaða tannlæknastofu sem þú velur — vandamál geta komið upp. Þess vegna er mikilvægt að vita hve lengi ábyrgðin gildir. Eftir því sem við best vitum þá bjóðum við lengstu ábyrgð á markaðinum.

Tveir mikilvægustu þættirnir þegar kemur að ábyrgð:

  1. Hversu lengi ábyrgðin varir.
  2. Hver tekur ákvörðun — hver metur hvort lagfæring teljist ábyrgðarmál.

Þegar vandamál kemur upp sem þarf að lagfæra, til dæmis getur króna getur brotnað, eða brotnað upp úr henni, verður einhver að taka ákvörðun um hvort skilyrði eru til að ábyrgð gildi.

Hver tekur ákvörðunina?

Á Íslandi hefur þú samband við umboðsmann sem er í beinu sambandi við Helvetic Clinics þar á meðal þann tannlækni sem meðhöndlaði þig.

Lengd ábyrgðar fyrir mismunandi meðferðir

Meðferð / Vara Ábyrgð
Krónur (crowns) 5 ár
Brýr (bridges) 5 ár
Framhliðar (veneers) 5 ár
Innlegg/Álegg (Inlays / Onlays) 5 ár
Implönt (einungis efnið sjálft) Líftíma
Parta- eða samsettar „locator“ lausnir 3 ár
Gervitennur (dentures) 1 ár
Fyllingar (fillings) 1 ár
Bráðabirgða lausnir (temporaries) Ekki í ábyrgð

Skilyrði fyrir því að ábyrgð gildi

Við framkvæmum læknisaðgerðir einstaklingsbundið. Sjúklingar verða að upplýsa Helvetic Clinics um leið og vandamál kemur upp. Yirlæknir mun skloða þig og ræða við stjórnendur sem ákveða í sameiningu hvort ábyrgð gildi.

Helvetic Clincs mun þá taka á sig tannlækninga og tannsmíðaverkstæðis kostnað við að lagfæra vandamálið. Helvetic Clincs mun einnig greiða ferðakostnað upp að hámarki 180 € og gistingu á meðan á aðgerðum stendur, á hótelinu okkar á 12 Revay. 


Við áskiljum okkur rétt til að ábyrgð gildi aðeins ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

  1. Sjúklingur viðheldur góðri munn- og tannhirðu.
  2. Sjúklingurinn mætir árlegri eftirlitsrannsókn hjá fagfólki (Ef það er gert í heimalandi þarf að senda röntgenmynd og staðfestingu á heimsókninni til umboðsmanns sem uppfærir það í þína skrá hjá Helvetic Clinics).
  3. Sjúklingurinn er ekki áfengissjúkur eða mikill reykmaður/-kona.
  4. Sjúklingurinn fylgir leiðbeiningum tannlæknis.
  5. Laus tanngervi (s.s. gervitennur) er rétt viðhaldið.
  6. Ekki mega hafa orðið miklar breytingar á tannholdi eða beinabyggingu — t.d. að tannhold hafi dregist til baka eða bein minnkað.
  7. Ekki má hafa orðið slysa skaði.
  8. Ekki má hafa orðið veruleg þyngdaraukning eða þyngdartap.
  9. Ef meðhöndlun sérstakra sjúkdóma hefur haft áhrif á tannheilsu — t.d. sykursýki, magaermi (eða önnur alvarleg veikindi), beinþynning, eftir geislameðferð o.s.frv. — má hvorki hafa áhrif á niðurstöðu.
  10. Sjúklingurinn verður að tilkynna Helvetic Clinics um vandamál strax og þau koma upp.

Helvetic Clinics ábyrgist ekki vandamál sem ekki sást á röntgenmynd eða sáumst ekki við meðferð.

Eftirfylgd / Árlegar skoðanir

Alþjóðleg staðfesting / Gæðavottun

Helvetic Clinics stöðvarnar eru vottaðar samkvæmt ISO 9001 — sem þýðir að þú getur treyst því að allt starfsfólk leggur sig fram við að veita fyrsta flokks þjónustu í dvöl þinni erlendis.

Þú átt það besta skilið! Full og alhliða ábyrgð

Exit mobile version